Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Suðurlandsbrautar 72, Suðurlandsbrautar 74 og Suðurlandsbrautar 76, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.473.3 dags.16. 09. 2016.
Lóðin Suðurlandsbraut 72 (staðgr. 1.473.301, landnr. 222540) er 1600 m², teknir eru 88 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt eru 1088 m² við lóðina frá Suðurlandsbraut 74, bætt er 1038 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 3638 m².
Lóðin Suðurlandsbraut 74 (staðgr. 1.473.302, landnr. 222541) er 1349 m², teknir eru 1088 m² af lóðinni og bætt við Suðurlandsbraut 72, teknir eru 261 m² af lóðinni og bætt við Suðurlandsbraut 76, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Suðurlandsbraut 76 (staðgr. 1.473.303, landnr. 222542) er 1601 m², bætt er 261 m² við lóðina frá Suðurlandsbraut 74, bætt er 568 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt vegan fermetrabrota -1 m², lóðin verður 2429 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 29. 06. 2016, samþykkt í borgarráði þann 07. 07. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 09. 2016.