Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðarinnar Efstaleiti 1, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði 1.745.4 og Lóðauppdrátt 1.745.5 dagsettum 17. 10. 2016. Ath: nú er aðeins sótt um vegna lóðarinnar Jaðarleitis 2-8.
Lóðin Efstaleiti 1 (staðgr. 1.745.401, landnr. 107438) er 43915 m²,
teknir eru 5512 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Jaðarleiti 2-8,
teknir eru 9642 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2,
teknir eru 6756 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 4,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2C,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2D,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 4B,
teknir eru tveir skikar (2424 + 623) alls 3047 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 18878 m².
Ný lóð, Jaðarleiti 2-8 (staðgr. 1.745.501, landnr. 224638), bætt er 5512 m² við lóðina frá Efstaleiti 1, bætt er 133 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 5646 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 06. 07. 2016, samþykkt í borgarráði þann 21. 07. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. 09. 2016.