Svalir, breyting inni 2.hæð og fyrir áður gerðum breytingum
Týsgata 1 01.18.120.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 968
10. apríl, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sem eru þær að svalir hafa verið byggðar á 4. hæð, gluggum breytt í svalahurð og hurð út í garð fjarlægð, gluggi síkkaður og komið er fyrir hurð frá rými 0101, einnig er sótt um að innrétta íbúð á 2. hæð, byggja svalir á suðausturhlið og sameina 0102 og 0103 í eina verslun á 1. hæð húss á lóð nr. 1 við Týsgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 16. janúar 2017 og 13. febrúar 2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. desember 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa þarf kvöð um að ekki megi fækka inngöngum á jarðhæð eða byrgja fyrir glugga áður en byggingarleyfi er gefið út.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.