Snyrting og baðaðstaða fyrir gesti
Skrauthólar 4 32.55.110.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 965
13. mars, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja snyrtingu og baðaðstöðu sem samanstendur af tveim einangruðum gámum sem standa á staðsteyptum sökklum og á milli þeirra er reist skúrbygging úr timbri sömuleiðis á steyptum sökklum og á að nota sem aðstöðu fyrir tjaldgesti á lóð nr. 4 við Skrauthóla Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 8. des. 2017 fylgir.
Stærð: 39,3 ferm., 114,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

162 Reykjavík
Landnúmer: 223455 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114795