Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Framnesveg 31B úr Sólvallagötu 68 og stækka lítillega lóðina Framnesveg 31 - 31A samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 18.12.2017.
Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) er talin 245,3 m².
Lóðin reynist 246 m².
Bætt 9 m² við lóðina frá Sólvallagötu 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).
Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) verður 255 m².
Lóðin Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394) er talin 1242,8 m².
Lóðin reynist 1319 m².
Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við lóðina Framnesveg 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399).
Teknir 419 m² lóðinni og gert að nýrri lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).
Stofnuð ný lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).
Teknir 419 m² af lóðinni Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).
Lóðin Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517) verður 419 m² og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Sjá deiliskipul sem var samþykkt í skipulagsráði þann 11.04.2012, í borgarráði þann 26.04.2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.06.2012.