Leiðrétting á erindi BN053109
Kirkjusandur 1-5 01.34.030.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 959
30. janúar, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Erindi var samþykkt 9.1.2018 og er á fundi núna til að leiðrétta bókun, þar sem ekki er gerð krafa um skráningartöflu fyrir erindið.
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felst á að innréttuð hefur verið snyrtistofa í rými 0105, í húsinu nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Kirkjusand.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.
Einnig greinargerð stjórnar húsfélags Kirkjusandi 1,3 og 5 dags. 12. júlí 2017 og bréf frá umsækjanda ódagsett.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.