Fjölbýlishús
Hallgerðargata 7 01.34.930.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 981
10. júlí, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.
(Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð dags. í mars 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018.
Einnig samkomulag um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara dags. í júní 2017 og 2. maí 2018 og samþykktir Rekstrafélags bílakjallara Kirkjusands, drög að forhönnun og gæðakröfum frá EFLU dags. 27. júní 2017.
Stærðir:
A-rými: 11.445,6 ferm., 43.437,8 rúmm.
B-rými 671,0 ferm., 1.976,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um opnun bygginga milli lóða og um fyrirkomulag bílastæða fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 225427 → skrá.is
Hnitnúmer: 10124076