Bergstaðastræti 37,áður gerður loftstokkur og yfirbygging
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki og til að byggja yfir þá á þaki húss á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 9. september 2020 og Heiða Jóhannsdóttir dags. 15. september 2020. Lagður fram  tölvupóstur umsækjanda dags. 22. október 2020 varðandi frestun máls. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags.  13. nóvember 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2020.Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
101 Reykjavík
Landnúmer: 102068 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007053