Hækkun á húsi og breyting á þakrými
Spítalastígur 10 01.18.410.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Bjarni Már Bjarnason
Byggingarfulltrúi nr. 1011
5. mars, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á, breyta rishæð og fjölga íbúðum um eina ásamt því að breyta útistiga í húsi á lóð nr. 10 við Spítalastíg.
Stærðir: 59,3 ferm., 206,8 rúmm.
Samþykki meðlóðarhafa í mhl. 02 áritað á teikningu, umsagnir Minjastofnunar dags. 30. október 2017, 13.júní 2018, 10. september 2018 og 11. febrúar 2019 og lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09. mars 2018 við fsp. SN180103.
Einnig fylgja útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. október 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018 og minnispunktum dagsettum 27. nóvember 2018.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 01. mars 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019.
Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Deili- og sérteikningar af gluggum, hurðum og svölum skal senda Minjastofnun til umsagnar og samþykktar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.