Gas og jarðgerðarstöð fyrir SORPU
Víðinesvegur 21
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 985
21. ágúst, 2018
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja gas- og jarðgerðarstöð, steinsteypt með límtrésburðarvirki, klætt hálfgagnsæju báruplasti og samanstendur af verksmiðjuhluta sem í er fræðslusetur og tveimur meltutönkum auk gastanks á lóð nr. 21 við Víðinesveg.
Erindi fylgir: Greinargerð með deiliskipulagi dags. 26. janúar 2015, skýrsla um brunahönnun dags. 11. júlí 2018, hljóðvistargreinargerð dags. 12. júlí 2018, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018, ákvörðun um matsskyldu frá skipulagsstofnun dags. 9. mars 2018, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 13. júlí 2018 og umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2018.
Stærð, mhl. 01: 12.294,7 ferm., 73.987,3 rúmm.
Mhl. 02: 201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 03: 201,1 ferm., 3.477,2 rúmm.
Mhl. 04: 110,8 ferm., 1.134,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda.

162 Reykjavík
Landnúmer: 227024 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126865