Skipulags- og samgönguráð bókar:“Skipulags- og samgönguráð leggur mikla áherslu á vandaða hönnun og metnað við byggingu við Skúlagötu 26, líkt fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Gönguleið um lóðina þarf að vera skýr og vel hönnuð. Jarðhæðir þurfa að tryggja gott mannlíf og gerð er krafa um vandaða lóðarhönnun. Bygging þess mun verða hluti af sjónlínu borgarinnar til framtíðar og því er gerð krafa um vandað kennileiti með byggingarlist í hæsta gæðaflokki. Þétting byggðar á að leiða til meiri gæða í borgarumhverfinu. Huga þarf að heildarmynd verksins þar sem bygging, umhverfi og frágangur mynda heildstætt verk. Teikningum er vísað til fagrýnihóps byggingarfulltrúa."