Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna þrjár lóðir, þ.e. Hraunbæ 133, Hraunbæ 143 og Hraunbæ 153, samanber meðfylgjandi lóðauppdrætti dags. 24.09.2018. Lóðauppdrættir eru unnir á grundvelli deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði 15.08.2018, samþykkt í borgarráði 23.08.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21.09.2018.
Hraunbær 133 (staðgr. 4.341.101 og landeignarnr. L227324) er 6464 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 143 (staðgr. 4.341.201 og landeignarnr. L227325) er 6120 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.
Hraunbær 153 (staðgr. 4.345.101 og landeignarnr. L227326) er 9917 m² að stærð og er stofnuð út úr óútvísaðu landi með landeignarnr. L221449.