Reyndarteikningar og fella úr gildi BN044058 og BN046745
Rafstöðvarvegur 7-9 04.25.260.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1009
19. febrúar, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN044058 og BN046745 með því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum og til að innrétta fyrir frístunda- og fræðslustarf unglinga, bæði húsin á lóð nr. 7-9 við Rafstöðvarveg.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. desember 2018 og bréf hönnuðar dags. 4. janúar 2019.
Einnig greinargerð hönnuðar um breytingar dags. 31. janúar 2019 og greinargerð umsækjanda um starfsemi dags. 30. janúar 2019.
Stækkun, áður gert milligólf: 180,4 ferm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.