Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, með 6 íbúðum og til að byggja viðbyggingu við mhl. 01 til austurs, svalir á vesturgafl og innrétta 2 íbúðir í húsi á lóð nr. 44 við Öldugötu.
Stærðir:
Öldugata 44, MHL1, stækkun: 90,3 ferm., 244,3 rúmm.
Öldugata 44, MHL2, nýbygging: 471,3 ferm., 1.544,1 rúmm.
Erindi fylgir bréf Minjastofnun dags. 27. ágúst 2018 með minnispunktum af fundi með hönnuði, bréf hönnuðar með minnispunktum frá fundi með Minjastofnun dags. 27. ágúst 2018, svar Umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn um sameiningu lóða dags. 7. maí 2018, umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. desember 2017, umsögn Borgarsögusafns Reykjavikur dags. 2. júní 2017, umsögn Minjastofnunar dags. 29. júní 2017, umsögn Minjastofnunar dags. 13. febrúar 2017 vegna Öldugötu 44, umsögn Minjastofnunar vegna Brekkustígs 9 dags. 6. febrúar 2017 og greinagerð um brunahönnun Eflu dags. 16. janúar 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Gjald kr. 11.200