Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað timburhús um lengd sína til suðurs á nýjan steinsteyptan kjallara, endurgera og innrétta tvær íbúðir og til að rífa, endurbyggja og stækka steinhús sem fyrir er á lóð og innrétta átta íbúðir á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 26. febrúar 2019. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir Glámu-Kím dags. 14. mars 2019.
Jafnframt eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir ásamt uppfærðum skuggavarpsuppdráttum Glámu-Kím dags. 10. september 2019, viðbótargögn (framhliðar/götumyndir) dags. 25. september 2019 og uppfærðar götumyndir ódags.
Erindi var grenndarkynnt frá 15. apríl 2019 til og með 13. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn Sveinbjarnardóttir, Helga Völundardóttir, Mímir Völundarson og Lind Völundardóttir dags. 4. maí 2019, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir og Hildur Heimisdóttir dags. 5. maí 2019, Ásdís Thoroddsen dags. 11. maí 2019, Sigríður Halldórsdóttir dags. 11. maí 2019, Steinunn Stefánsdóttir dags. 12. maí 2019, Anna Lára Lárusdóttir dags. 13. maí 2019, Katrín Rós Gýmisdóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 28 dags. 13. maí 2019, Katrín Rós Gýmisdóttir f.h. Ránarhóls ehf. dags. 13. maí 2019, Baldur Héðinsson og Anna Helga Jónsdóttir dags. 13. maí 2019 og Húseigendafélagið f.h. Telmu Huld Jóhannesdóttur dags. 13. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2019.
Staðfest með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 30. september 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.