Hæð og ris ofan á þegar byggt hús - tvær nýjar íbúðir
Brekkustígur 6B 01.13.411.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Ragnar Sær Ragnarsson
Stefán Ómar Oddsson
Ríkarð Oddsson
Byggingarfulltrúi nr. 1058
3. mars, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris, setja nýjar svalir og útistiga á bakhlið hússins, eftir breytingar verða þrjár íbúðir í húsinu á lóð nr. 6B við Brekkustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2019. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Brekkustíg 6A, 7, 8 og 9 og Öldugöldu 50 frá 30. apríl 2019 til og með 28. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún L. Baldvinsdóttir dags. 18. maí 2019 og Aðalsteinn Smárason, Anna Soffía Gunnarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir og Ólafur Kvaran dags. 27. maí 2019.
Stækkun: 137,8 ferm., xx rúmm.
Stærð eftir stækkun, A-rými: 245,2 ferm., 658,3 rúmm.
Gjald: kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100324 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007884