Breyta efri hæð og byggja sólstofu
Melgerði 17 01.81.531.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Svanhvít MacKenzie Aðalsteinsd.
Byggingarfulltrúi nr. 1036
10. september, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við austurhlið og til að rífa kvisti og byggja nýja, koma fyrir þakgluggum, gera yfirbyggðar svalir á vesturhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr einbýlishúss á lóð nr. 17 við Melgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2019 fylgir erindi. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Melgerði 14, 15, 16, 18 og 19 og Hlíðargerði 10, 12 og 14 frá 12. júní 2019 til og með 10. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Guðjónsson og Edda Thors dags. 8. júlí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2019.
Stækkun samtals: 85 ferm., 218,6 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108008 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021661