Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að færa flóttastiga á bakhlið, koma þar fyrir nýrri lyftu sem kemur til með að ná upp á 6. hæð, styrkja burðarvirki fyrir væntanlega ofanábyggingu og til að breyta innra skipulagi í gististað í flokki IV, teg. D fyrir 212 gesti, veitingastað á 1. hæð í flokki II, teg. A og veitingastað á 2. hæð í flokki II, teg. A í húsi á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar ásamt teikningasetti í A3 með skýringum dags. 14. maí 2019.
Stækkun: 47,3 ferm., 227,7 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: 3.649,7 ferm., 13.056,3 rúmm.
B-rými: 20 ferm., 66 rúmm.
Gjald kr. 11.200