Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. maí sl. var sótt er um leyfi til að lengja hús um tvo metra til norðurs, byggja viðbyggingu við suðurhlið, setja kvisti á norðausturhlið, svalir á suðausturhlið auk þess að útbúa aðgengi frá kjallara og eldhúsi út á lóð einbýlishúss á lóð nr. 196 við Langholtsveg.
Við samþykkt málsins var bókað eftirfarandi:
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Leiðrétt bókun er:
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.