Gróðurhús
Hrafnhólar 00.03.200.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1042
29. október, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til þess að reisa tvö gróðurhús, hvort um sig um 2500 ferm að stærð, ætluð til skógræktar og er staðsetning þeirra byggð á jarðvegskönnun og veðurmælingum á jörðinni Hrafnhólar á Kjalarnesi.
Erindi fylgir minnisblað Veðurvaktarinnar dags. 24. júní 2019, bréf Salvarar Jónsdóttur skipulagsfræðings til skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa dags. 6. ágúst 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. október 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2019.
Erindi var grenndarkynnt fyrir að landeiganda að Þverárkoti og Skarðsvegi 1-26 frá 5. september 2019 til og með 3. október 2019. Einnig var sent bréf til Mosfellsbæjar. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Inga Rut Jónsdóttir dags. 1. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 16. september 2019.
Stærð : 5000,0 ferm., 41.750 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

162 Reykjavík
Landnúmer: 125690 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036113