Hótel - endurbyggja, breyta og innrétta
Seljavegur 2 01.13.010.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1035
3. september, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurbyggja, breyta og innrétta hótel í flokki IV, tegund A, með 191 herbergi, veitingastað og verslunarrými í núverandi húsum á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 28. júní 2019, bréf hönnuðar um hönnunargögn dags. 28. júní 2019, brunahönnunarskýrsla Verkís dags. 26. júní 2019, hljóðvistarskýrsla 1 frá Verkís dags. 24. júní 2019, stöðugleikagreinagerð S. Saga ehf. dags. 24. júní 2019, útreikningur á orkuramma S. Saga ehf. dags. 24. júní 2019 og hæðablað dags. 14. ágúst 2017, tölvupóstur frá Reykjavíkurborg með samþykki fyrir merkingu á bílastæði fyrir hreyfihamlaða til bráðabirgða dags. 16. júlí 2019, greinagerð hönnuða um algilda hönnun dags. 16. júlí 2019, skýrsla um brunahönnun dags. 15. júlí 2019 og bréf hönnuðar dags. 16. júlí 2019. Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 19. ágúst 2019, staðfesting á breyttri lóðastærð dags. 22. ágúst 2019 og kvittun fyrir þinglýsingagjaldi dags. 26. ágúst 2019. Tölvupóstur frá hönnuði vegna útisvæða við innganga dags. 28. ágúst 2019. Bréf S2 norður um samþykki byggingaráforma dags. 19. ágúst 2019.
Gjald kr. 11.200 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.