Baldursgata 10, Ofanábygging og svalir
Baldursgata 10 (01.186.107)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Ósk Vilhjálmsdóttir
Hjálmar Sveinsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 64
26. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri, klædda bárujárni, ofan á núverandi hús á lóð nr. 10 við Baldursgötu. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi ehf. dags. 14. nóvember 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2019 til og með 3. desember 2019 og frá 18. desember 2019 til og með 20. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, formaður húsfélagsins að Baldursgötu 12, dags. 28. nóvember 2019, Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson dags. 1. desember 2019, Friðþjófur Högni Stefánsson, Signý Ósk Davíðsdóttir, Sigurjón Gísli Helgason og Þóra Jónsdóttir dags. 3. desember 2019 og Hildur Guðmundsdóttir dags. 17. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Svar

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi undir þessum lið.

Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
101 Reykjavík
Landnúmer: 102228 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007545