Stækkun - fjölgun íbúða
Dunhagi 18-20 01.54.511.3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1043
5. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052641 þannig að íbúðum er fjölgað úr 20 í 23, innra skipulagi breytt og verslunarrými sameinuð, gluggum breytt, gerðar svalir og sorp verslunar fært út á lóð húss á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2019.
Minnkun: -30,6 ferm., 96,9 rúmm.
Gjald kr. 11.200 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð um að ekki megi byrgja fyrir glugga á 1. hæð verslunarhúsnæðis, áður en byggingarleyfi er gefið út. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.