Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir fjórum 30 ferm. smáhýsum úr krosslímdum timbureiningum (CLT), sem koma tilbúin og verða sett á bita sem felldir eru ofan í úrtak á reitum 4a, 4b, 4c og 4d á lóð nr. 4 við Gufunesveg.
Erindi fylgir mæliblað nr. 2.216.0 síðast breytt 20. janúar 1981. Stærðir: 4a: 33,1 ferm., 101,6 rúmm. 4b: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. 4c: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. 4d: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. Samtals: 123,4 ferm., 385,1 rúmm. Gjald kr. 11.200.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.