Klausturst,/Kapellust, 2,4,6 og 15 - Fjölbýlishús 3.áfangi
Klausturstígur 1-11 05.13.040.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1047
3. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir 3. áfanga, mhl.11-14, sem eru 4 steinsteypt hús fyrir 56 námsmannaíbúðir á reitum nr. 2 (11 íbúðir), 4 (17 íbúðir) og 6 (11 íbúðir) við Klausturstíg og nr. 15 (17 íbúðir) við Kapellustíg á lóð nr. 1-11 við Klausturstíg.
Erindi fylgir mæliblað 5.130.4 dagsett 15. maí 2019 og ófullgert hæðablað 5.130.4 útgáfa A dagsett 24. ágúst 2001, auglýsing um breytingu á deiliskipulagi dags. 14. febrúar 2019, greinagerð Mannvits um hljóðvist dags. 8. nóvember 2019, reiknuð u-gildi byggingahluta og heildarleiðnitap Arkís dags. 1. júlí 2019, teikningaskrá hönnuða dags. 8. nóvember 2019 og bréf hönnuðar dags. 12. nóvember 2019.
Stærðir:
Mhl.11, Klausturstígur 6, A rými: 667,1 ferm, 2.092,5 rúmm + B rými: 75,9 ferm. Samtals 743,0 ferm.
Mhl.12, Klausturstígur 4, A rými: 1.270,5 ferm, 3.984,2rúmm + B rými: 167,9 ferm. Samtals 1.438,4 ferm.
Mhl.13, Klausturstígur 2, A rými: 667,1 ferm, 2.092,5 rúmm + B rými: 75,9 ferm. Samtals 743,0 ferm.
Mhl.14, Kapellustígur 15, A rými: 923,0 ferm, 2.860,0 rúmm + B rými: 113,7 ferm. Samtals 1.037,6 ferm.
Mhl. 11-14 samtals: A rými: 3.528,6 ferm., 11.029,2 rúmm. + B rými: 433,4 ferm. Samtals 3.962,0 ferm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

113 Reykjavík
Landnúmer: 200218 → skrá.is
Hnitnúmer: 10087364