Breytingar v/lokaúttektar
Tryggvagata 16 01.13.210.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1049
17. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045605 vegna lokaúttektar, stærðir svala 0405 og 0503 eru leiðréttar, innra skipulag íbúðar 0401 breytist lítillega, stigapallur íbúðar 0501 hliðrast til og geymsla 0603 er felld brott í fjöleignahúsi á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 2. desember 2019.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.