Fjölbýlishús - búsetuúrræði með 8 íbúðum.
Hagasel 23 04.93.770.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1052
21. janúar, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús sem fellur undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða, á tveimur hæðum með átta íbúðum, úr krosslímdum timbureiningum, einangrað og klætt með viðarklæðningu að utan, á lóð nr. 23 við Hagasel.
Erindi fylgir umboð eigenda til hönnuða dags. 16. desember 2019, bréf hönnuðar dags. 20. desember 2019, ódagsett samantekt á brunavörnum hússins, Minnisblað 01 frá Víðsjá verkfræðistofu dags. 18. desember 2019, mæliblað nr. 4.937.7 dags. 11. júní 1993, hæðablað dags. október 1987, Hljóðvistargreinagerð I - Forhönnun frá Eflu dags. 18. desember 2019 og útreikningur á varmatapi dags. 17. desember 2014. Einnig Samantekt á brunavörnum frá Mannvit mótt. 15. janúar 2020, hæðablað dags. í október 1987, Greinagerð um algilda hönnun frá hönnuði dags. 15. janúar 2020, Greinagerð hönnunarstjóra dags. 15. janúar 2020, Bréf hönnuðar dags. 15. janúar 2020, Varmatapsútreikningar ódags., Hljóðvistargreinagerð I - Forhönnun frá Eflu dags. 18. desember 2019, minnisblað 01 frá Víðsjá dags. 18. desember 2019.
Stærðir:
1. hæð: 301,4 ferm., 858,6 rúmm.
2. hæð: 278,8 ferm., 930,5 rúmm.
Samtals A rými: 580,2 ferm., 1.849,5 rúmm.
B-rými: 40,9 ferm.
Gjald. kr. 11.200
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda.