Breyta innra skipulagi, loka milli hæða og opna á milli Austurstræti 12a og 14 og gera nýjar svalir
Austurstræti 12A 01.14.040.8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1070
2. júní, 2020
Samþykkt
57303
57302 ›
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir á fjórðu hæð, breyta innra skipulagi allra hæða, loka stigaopi milli 1. og 3. hæðar og opna á milli Austurstrætis 12a og 14, á 1. hæð verður veitingastaður í flokki I, tegund c) fyrir mest 45 gesti, á 2. og 3. hæð verða skrifstofur Alþingis líkt og er nú á 4. og 5. hæð húss nr. 12a við Austurstræti.
Erindi fylgir umsókn BN057302, Austurstræti 14, dags. 18. febrúar 2020, sem er hluti af beiðninni um opnun milli húsanna nr. 12a og 14 við Austurstræti og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2020 og bréf frá hönnuði með viðbótar texta við umsókn dags. 29. maí 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2020.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrir útgáfu byggingarleyfis þarf að þinglýsa kvöð um opnun yfir lóðamörk á milli 2, 3, 4 og 5. hæða húss nr. 14 við Aðalstræti yfir á nr. 12a sem og kvöð um aðkomu notenda nr. 12a um inngang á nr. 14. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.