Svalir á rishæð - áður gerðar breytingar innra skipul.
Holtsgata 35 01.13.340.8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1061
24. mars, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir á suðvesturhlið auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að glerþak hefur verið gert yfir eldri inndregnar svalir og ýmsar breytingar á innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 35 við Holtsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda á teikningu A4 dags. 3. mars. 2020.
Stækkun vegna yfirbyggingar á svölum: 9,6 ferm., 24,2 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100286 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019765