World Class - S-282 - S-382 - Ný líkamstæktarstöð
Kringlan 4-12 17.21.001
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1078
28. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta einingum S-282 og S-382 á 2. og 3. hæð Kringlunnar í líkamsræktarstöð með veitingaaðstöðu í flokki I, tegund c) veitingastofa og greiðasala, setja útisvæði með pottum við vesturhlið Suðurhúss Kringlu (mhl-02), einnig verður sett ný flóttaleið úr sal 3. hæðar með svalahurð í stað glugga og settur upp nýr hringstigi utanhúss á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir yfirlit breytinga, brunahönnun fyrir World Class dags. 29. júní 2020, brunahönnun fyrir Kringluna útg. 3, dags. 29. júní 2020, greinagerð um hljóðvist dags. 2. júlí 2020, minnisblað Verkís dags. 2. júlí 2020, greinagerð um algilda hönnun dags. 2. júlí 2020 og skýringar hönnuðar dags. 2. júlí 2020.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

103 Reykjavík
Landnúmer: 107287 → skrá.is
Hnitnúmer: 10069104