Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að fella niður lóðina Laugarásvegur (L104821) sem er án hnitsettrar afmörkunar og að stækka bílageymslulóðina Laugarásveg 29 - 37, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem eru dagsettir 10.06.2020.
Lóðin Laugarásvegur (staðgr. 1.382.108, L104821) er talin í fasteignaskrá 4250 m².
Teknir 4250 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Lóðin Laugarásvegur (staðgr. 1.382.108, L104821) verður 0 m² og verður afskráð.
Lóðin Laugarásvegur 29-37 (staðgr. 1.382.115, L104828) er 220 m².
Teknir -41 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (L218177).
Bætt 155 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (L218177).
Lóðin Laugarásvegur 29-37 (staðgr. 1.382.115, L104828) verður 334 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.03.2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 08.04.2013.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17.04.2020 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.04.2020.