Bárugata 14,Benedikt Skúlason, Bárugata 14, 101 Reykjavíkbreyta og hækka mæni og útveggi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Benedikt Skúlason
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Stáss arkitekta ehf. dags. 30. september 2020. Einnig eru lagðir fram eftirfarandi uppdr. Stáss arkitekta ehf.; götumynd og útlit húss ódags. Jafnframt eru lagðir fram tölvupóstar Friðriks Friðrikssonar dags. 18. febrúar 2021, 31. mars 2021 og 4. og 20. maí 2021 og tölvupóstar Heiðar Agnesar Björnsdóttur dags. 6. apríl 2021 og 20. maí 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Útbúnir voru nýjir skýringaruppdrættir (sneiðmynd með uppmældum hæðarkótum á lóðum nr. 14 við Bárugötu og nr. 13 við Ránargötu) uppfærðir skuggavarpsuppdrættir ódags. mótt 17. mars 2021, 20. apríl 2021 og 18. maí 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Heiður Agnes Björnsdóttir f.h. eiganda og íbúa að Ránargötu 13 dags. 7. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Bárugata 14, um er að ræða að hækka hús. Að hækka hús í grónum hverfum og auka þar með skuggavarp, sem snertir nágranna mikið er ekki gott og ber að forðast. þess vegna er þessi breyting ekki ásættanleg. Íbúar í næstu húsum lýsa áhyggjum af auknu skuggavarpi í garði sínum við breytingarnar sem mun hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Alvarlegustu áhrifin yrðu á jarðhæð. Hver hefði reiknað með að hækka ætti 100 ára gamalt hús? Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel áhyggjur íbúðaeigenda í næsta húsi við Bárugötu 14.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100557 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006864