Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Stáss arkitekta ehf. dags. 30. september 2020. Einnig eru lagðir fram eftirfarandi uppdr. Stáss arkitekta ehf.; götumynd og útlit húss ódags. Jafnframt eru lagðir fram tölvupóstar Friðriks Friðrikssonar dags. 18. febrúar 2021, 31. mars 2021 og 4. og 20. maí 2021 og tölvupóstar Heiðar Agnesar Björnsdóttur dags. 6. apríl 2021 og 20. maí 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Útbúnir voru nýjir skýringaruppdrættir (sneiðmynd með uppmældum hæðarkótum á lóðum nr. 14 við Bárugötu og nr. 13 við Ránargötu) uppfærðir skuggavarpsuppdrættir ódags. mótt 17. mars 2021, 20. apríl 2021 og 18. maí 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Heiður Agnes Björnsdóttir f.h. eiganda og íbúa að Ránargötu 13 dags. 7. júní 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021.