Breyting - úti og inni - fimm sjálfstæðar íbúðir.
Víðimelur 29
Síðast Frestað á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Friðbert Friðbertsson
Byggingarfulltrúi nr. 1090
10. nóvember, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gera fimm sjálfstæðar íbúðir í húsinu, fjarlægja reykháf sem snýr að götuhlið, stækka svalir, síkka glugga í kjallara og setja nýja kvisti og þakglugga á hús á lóð nr. 29 við Víðimel.
Erindi fylgir yfirlit breytinga á útliti hússins, bréf Minjastofnunar dags. 2. júlí 2020 og skýrsla um íbúðaskoðun dags. 16. september 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. september 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2020 fylgir erindi, einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2020. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Víðimel 27, 30 og 31 og Reynimel 26, 28 og 32 frá 6. október 2020 til og með 3. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.200
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits og til skráningar.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106322 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014552