Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans fyrir hnitsetningu lóðarinnar Njálsgötu 56 í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt sem er dagsettur 23.03.2015.
Lóðin Njálsgata 56 (staðgr. 1.190.308, L102441) er talin samkvæmt fasteignaskrá 347,6 m².
Lóðin Njálsgata 56 (staðgr. 1.190.308, L102441) reynist eftir hnitsetningu 348 m².
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 18.09.2013, samþykkt í borgarráði þann 26.09.2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07.11.2013.