Breyta erindi BN028537 v. lokaúttektar - Innrétta áður óuppfyllt rými
Grænlandsleið 9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Finnbogi Rafn Jónsson
Hulda Sigurðardóttir
Byggingarfulltrúi nr. 1084
22. september, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um að leyfi til að breyta erindi, BN028537, vegna lokaúttektar og eru breytingarnar þær að innréttað er áður óuppfyllt sökkulrými og því bætt við þvottaherbergi íbúðar 0101 og bílageymslu 0103 í húsi á lóð nr. 9 við Grænlandsleið.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. september 2020 fylgir erindi, ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2020.
Samþykki meðeigenda dags. 25. ágúst 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. sept. 2020 fylgir.
Stækkun vegna óuppfyllts rýmis er: 27,6 ferm., 80,0 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

113 Reykjavík
Landnúmer: 187848 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075380