Þrjú óupphituð hús undir sorpvinnslu
Kalkslétta 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1086
6. október, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja þrjú óupphituð stálgrindarhús, fyrir sorpvinnslu ásamt tilheyrandi spennistöð og starfsmannaaðstöðu, olíutönkum og dælu og bílavog á lóð nr. 1 við Kalksléttu.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 10. september 2020 og bréf frá hönnuði dags. 1., 9. og 25. september 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2020.
Mhl. 01: 1.784,8 ferm., 22.221 rúmm.
Mhl. 02: 1.192,9 ferm., 14.851,6 rúmm.
Mhl. 03: 1.759,3 ferm., 21.885,2 rúmm.
Mhl. 06: 44,3 ferm., 128,5 rúmm.
Mhl. 07: 44,3 ferm., 128,5 rúmm.
Mhl. 08: 24,4 ferm., 82,1 rúmm.
Mhl. 09: 15,5 ferm., 17,5 rúmm.
Mhl. 10: 6,4 ferm., 11,3 rúmm.
Samtals: 4.871,9 ferm., 59.325,7 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2020 og vísað til athugasemda.

162 Reykjavík
Landnúmer: 228880 → skrá.is
Hnitnúmer: 10132115