Fjölbýlishús með 8 íbúðum
Hagasel 23
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1086
6. október, 2020
Vísað til skipulagsfulltrúa
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús sem fellur undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða, á tveimur hæðum með átta íbúðum, úr krosslímdum timbureiningum, einangrað og klætt með viðarklæðningu að utan, á lóð nr. 23 við Hagasel.
Erindi fylgir mæliblað nr. 4.937.7 dags. 11. júní 1993, hæðablað dags. október 1987, Minnisblað 01 frá Víðsjá verkfræðistofu dags. 18. desember 2019, Hljóðvistargreinagerð II frá Eflu dags. 26. ágúst 2020, samantekt á brunavörnum hússins frá Mannviti dags. 24. janúar 2020, greinagerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 20. september 2020, bréf hönnuðar dags. 29. september 2020 og varmatapsútreikningur dags. 20. janúar 2020.
Stærðir:
1. hæð: 287,1 ferm., 817,7 rúmm.
2. hæð: 264,0 ferm., 872,5 rúmm.
Samtals A rými: 551,1 ferm., 1.747,8 rúmm.
B-rými: 48,5 ferm., 114,6 rúmm.
Gjald. kr. 11.200
Svar

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til athugasemda.