Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að búa til landið Gunnunes úr jörðinni Þerney í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem eru dagsettir 05.10.2020.
Jörðin Þerney (staðgr.36.5, L125775) er skráð 0 ha.
Stærð jarðar reynist 108.0 ha.
Teknir 57.8 ha af jörðinni og bætt við nýtt land Gunnunes (staðgr. 36.8, L230677).
Jörðin Þerney (staðgr.36.5, L125775) verður 50.2 ha.
Nýtt land Gunnunes (staðgr. 36.8,L230677).
Lagðir 57.8 ha til landsins frá Þerney (staðgr.36.5, L125775).
Landið Gunnunes (staðgr. 36.8,L230677) verður 57.8 ha.
Samkvæmt ritinu "Saga jarða á Kjalarnesi" þá var/er Gunnunes hluti af jörðinni Þerney.