Vesturgata 64, Fjölbýlishús - mhl.01
Vesturgata 64
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 6-7 hæða fjölbýlishús með 51 íbúð í tveimur stigahúsum sem verða mhl. 01 á lóð nr. 64 við Vesturgötu. 
Svar

Kynnt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn nokkrar efasemdir um að mótvægisaðgerðir nái að milda ásýnd þessara stóru bygginga. Búið er að rannsaka birtu og skuggavarp í inngörðum og gera breytingar sem eru af hinu góða. En dugar það til til að gera þetta aðlaðandi og hlýlegt? Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið sem og fólki. Um er að ræða mikið byggingarmagn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.
101 Reykjavík
Landnúmer: 215389 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022577