Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, innrétta bað, geymslu og setustofu í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi og gera nýjan glugga í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið og gera tvöfalda hurð út á veröndina á einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bárugötu 30 og Stýrimannastíg 6.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211