Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 794
23. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Þann 3. september var lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. ágúst 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um gögn vegna kaupa Reykjavíkurborgar á Varmadal, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. júlí 2020. Það svar var á engan hátt fullnægjandi og fyrirspurninni var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til svars. Óskað er eftir öllum glærum, öðru kynningarefni, fundargerðum og önnur skrifleg gögn sem til eru í málinu. Fyrirspurn þessi er hér með ítrekuð og óskað eftir svari sem fyrst. Einnig er lagður fram tölvupóstur Vigdísar Hauksdóttur dags. 21. október 2020 þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Svar

Fyrirspurnin dregin tilbaka.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211