Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðar við Norðurgrund. Í breytingunni felst að núverandi lóð er skipt upp í 7 lóðir og er gert er ráð fyrir að uppbygging geti farið fram í áföngum. Heimilt er að byggja tveggja hæða lítil fjölbýlishús á svæðinu, bílastæði á lóð eru eingöngu ofanjarðar og er almennt miðað við 1 stæði per íbúð að lágmarki ásamt því að heimilt er að hafa allt að 74 íbúðir, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 15. desember 2021.