Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 864
1. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn GF 1 ehf. dags. 13. desember 2021 ásamt bréfi Spildu f.h. lóðarhafa GF 1 ehf. og GF 2 ehf. dags. 16. desember 2021 um breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfanga 1, vegna lóða á svæðum A og C skv. gildandi deiliskipulagi, nánar til tekið lóða nr. 1 og 3 við Jöfursbás og 2, 4, 6 og 8 við Þengilsbás, sem felast m.a. í breytingu á notkun lóðanna með aukningu íbúðarhúsnæðis á kostnað atvinnuhúsnæðis, breyttri lögun á byggingareitum, gerð almenningstorga, auknu byggingarmagni o.fl. Útgangspunktur breytingar á skipulagi er vinningstillaga í hugmyndaleit sem lóðarhafi efndi til vorið 2021 í samstarfi við AÍ. Einnig fylgja kynningargögn lóðarhafa og fasteignaþróunarfélags ásamt ódags. drögum að breytingu á deiliskipulagi og verðlaunatillögu samkeppni. Jafnframt er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 19. janúar 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2022, samþykkt.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211