Fyrirspurn
Lögð fram að nýju tillögu fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um Spöngina, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. október 2022.
Umhverfis- og skipulagsráð felur umhverfis- og skipulagssviði, að hefja samtal við eigendur við Spöngina í Grafarvogi um framtíðarþróun svæðisins. Tillögunni fylgir greinargerð.
Greinargerð
Í samstarfssáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar er boðað að hugað verið sérstaklega að lykilsvæðum innan hverfanna og unnið verði að hugsanlegri andlitslyftingu á Spönginni. Margir spennandi möguleikar eru á frekari uppbyggingu á svæðinu með tilheyrandi fjölbreyttari þjónustu og mögulegri fjölgun íbúða. Spöngin er í einkaeigu en fyrirspurnir um hugsanlegar viðbyggingar við einstaka hús hafa verið að berast til embættis skipulagsfulltrúa. Eðlilegt er að skoða málið heilstætt og því er umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, falið að kanna áhuga á slíkri vinnu. Ef sameiginlegur áhugi er fyrir hendi gæti næsta skref verið að vinna skipulagslýsingu eða tengja vinnuna við fyrirhugaða gerð hverfisskipulags fyrir Grafarvog.