Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 863
1. apríl, 2022
Vísað til skipulagsfulltrúa
Fyrirspurn
Fyrirspurn um stöðu á leit að annarri lóð fyrir Björgun ehf. og flutningi starfseminnar úr Bryggjuhverfinu
Greinargerð: Þann 18. ágúst 2017 skrifuðu borgarstjóri og framkvæmdastjóri Björgunar undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytti athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er sunnanverðu Álfsnesi.
Leitin að nýjum stað fyrir starfsemina hefur dregist á langinn og áður hefur því verið lýst yfir að starfsemi Björgunar verði tryggður nýr staður.
Í október 2018 sagði borgarstjóri í svarbréfi til íbúasamtaka Bryggjuhverfisins að starfsemin myndi fara í síðasta lagi 1. júní 2019 og að Björgun muni taka að sér vinnu við landfyllingar sem verði lokið fyrir 31. desember 2019.
Í ljósi ofangreinds og að sumarið er handan við hornið þykir ástæða til þess að óska eftir upplýsingum um stöðu málsins.
Svar

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og Faxaflóahafna.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211