Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að skilgreina nýja lóð og byggingarreit fyrir grenndarstöð á horni Hrannarstígs og Öldugötu, breyting á fyrirkomulagi bílastæða í borgarlandi við Hrannarstíg og ráðstafanir við gatnamót til að auka umferðaröryggi, skv. uppdrætti VA arkitekta, dags. 20. apríl 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 20. júní 2022 Eftirtaldir sendu athugasemdir: María Hrönn Gunnarsdóttir og Hörður Kristjánsson dags. 25. maí 2022 og Kristín Sverrisdóttir, Anna María Karlsdóttir og Guðmundur Bjarki Jóhannesson dags. 2. júní 2022, MAGNA lögmenn f.h. Mímis-símenntunar ehf. dags. 3. júní 2022, Benedikt Ingólfsson, Birna Stefánsdóttir, Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir og Viktor Leifsson dags. 5. júní 2022, Nótt Thorberg og Sigurjón H. Ingólfsson dags. 5. júní 2022, Þórður Þórðarson og Kristín Ingvadóttir dags. 7. júní 2022, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 7. júní 2022, Magnús Bjarki Stefánsson og Unnur Guðrún Pálsdóttir dags. 7. júní 2022 og Fjalar Kristjánsson og Sigrún Ólafsdóttir dags. 19. júní og 21. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. maí 2022.