Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 443
17. maí, 2013
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
348122
348519 ›
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kvosin - Landsímareitur dags. 20. febrúar 2013. Í breytingunni felst breytt uppbygging á reitnum samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum 1 og 2 og ásamt skýringaruppdrætti. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsenstræti og Kirkjustræti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 6. mars 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bolli Héðinsson dags. 2. maí 2013, Helgi Þorláksson dags. 8. maí 2013, Áshildur Haraldsdóttir 14. maí 2013, Hermann 15. maí 2013, Þorfinnur Sigurgeirsson dags. 15. maí 2013, Baldvin Ottó Guðjónsson dags. 15. maí 2013, Laufey Herbertsdóttir dags. 16. maí 2013, Steingrímur Gunnarsson dags. 16.maí 2013, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 16. maí 2013, Egill Jóhannsson dags. 16. maí 2013, Helga Helgadóttir dags. 16. maí 2013, Aldís Yngvadóttir dags. 16. maí 2013, Sigrún Guðmundsdóttir dags. 16. maí 2013. Einnig er lagður fram Tölvupóstur Þóru Andrésdóttur dags. 11. maí 2013 og Björn B. Björnssonar f.h. Bin hópsins dags. 16. maí 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 30. maí 2013 með fyrirvara um samþykki umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211