Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 615
6. janúar, 2017
Annað
‹ 437704
436548
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2016 að breytingu á landnotkunarskilmálum á svæði M1a sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning stóð til og með 30. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Arna Grímsdóttir, f.h. Reitir, dags. 28. nóvember 2016, Garðar Hannes Friðjónsson f.h. Eikar fasteignafélags, dags. 29. nóvember 2016 og Gunnar Valur Sveinsson f.h. samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 5. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2016 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 29. nóvember 2016.
Svar

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211