Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja hús sem fyrir er og byggja steinsteypt hús, fjórar hæðir og kjallara með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Niðurrif: 166 ferm., 341,8 rúmm. Nýbygging: Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm. Samtals 861,9 ferm., 3.076,1 rúmm. Gjald kr. 9.500