Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 830
21. júlí, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40. Lýsingin var kynnt til og með 10. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Skipulagsstofnun dags. 3. júní 2021, Landslög f.h. húsfélagsins Lágmúla 5 dags. 9. júní 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 9. júní 2021, Vegagerðin dags. 10. júní 2021, Réttsýn ehf., lögmannsstofa, f.h. Lágmúlastæðanna ehf., Húsfélagsins Lágmúla 4, Húsfélagsins Lágmúla 5 og Húsfélagsins Lágmúla 7 dags. 10. júní 2021, Veitur dags. 10. júní 2021 og Minjastofnun Íslands dags. 16. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211